Our family
KamblandThe story of our family
Travel
Photographic storys from Iceland and around the world
Yoga
Photographic storys from Iceland and around the world
Tv documentary
Icelandic podcast hosted by Andrea. Discussing all thing related to conception, birth and post birth.
Book
Icelandic podcast hosted by Andrea. Discussing all thing related to conception, birth and post birth.
Podcast
Icelandic podcast hosted by Andrea. Discussing all thing related to conception, birth and post birth.
Design
Design project, spanning selected works from the archive
Moving and still imagery
Photographic storys from Iceland and around the world
Líf kviknar eru persónulegir þættir um getnað meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Foreldrar segja sína sögu af barneignarferlinu og sérfræðingar svara spurningum
Líf kviknar er byggt á bókinni Kviknar en með útgáfu þáttanna varð til upphaf af heilum heimi fyrir foreldra í barneingarferli. Líf Kviknar vann til EDDU-verðlauna árið 2019 fyrir mannlífsþætti ársins 2018 og var einnig tilnefn sem sjónvarpsefni ársins 2018.
„Ég horfði á Líf Kviknar og það fór greinilega að klingja í leginu því nokkrum dögum seinna varð ég ólétt. Þessir þætti eru guðdómlega fallegir“
Líf kviknar er í raun fyrsta íslenska íslenska sjónvarpsefnið sem sýnir og segir frá hvernig foreldrar upplifa barneignarferlið allt.
Fimm ára tvíbura dætur mínar elska fátt meira en að horfa á Líf Kviknar og þátturinn um fæðingu er uppáhaldið, þeim finnst fátt eðlilegra en að spyrja: "fæddir þú heima og kom barnið út um leggöngin"?
Foreldrarnir í þáttunum eru venjulegt fólk sem segja okkur af einlægni frá hamingju sinni og sorg í barneignarferlinu og einnig deila sérfræðingar sinni þekkingu.
Að búa til barn?
Við byrjum á að skyggnast inn í hvernig börnin verða til og leiðir til að geta barn. Hvenær er rétti tíminn til að eignast barn? Ræðum um tillfinningar fyrstu mánuðina við að eiga von á barni.
Hvernig er að ganga með barn?
Meðgangan er hafin. Við ræðum kosti og galla og allar tillfinnigarnar í kringum það að eiga von á barni og hvernig er að ganga með barn. Hvað er auðvelt? Hvað er erfitt? Ekki má gleyma upplifun maka og þeir fá sitt pláss í þessum þætti.
Fæðing, andlát, andleg líðan og sambandið?
Hvaða breytingar fylgja því að ganga með barn, hvernig hefur það áhrif á sambandið? Hvernig tengist þú barninu? Hvernig áhrif hefur meðgangan á líkamlega og andlega líðan? Hvernig er hægt að undirbúa fæðingu? Við sjáum þegar kona fæðir barn um leggöng. Við heyrum söguna af því þegar móðir fæðir andvana barn.
Fæðing og líðan maka?
Hér er talað um hvar sé hægt að fæða barnið sitt. Sjáum fæðingu sem byrjaði heima en endaði á spítala. Hvernig fer fæðing af stað og hvað gerist? Ræðum um tvíburafæðingu. Hvernig líður okkur að þegar kemur að fæðingu og hvað finnst okkur um fæðinguna? Ræðum við móður sem eignaðist barn með down syndrom og feður og hvernig fleiri upplifa fæðingu barna sinna..
Keisari, heimaþjónusta, brjóstagjöf og sambandið?
Ræðum um keisarafæðingu með jákvæðum hætti og sjáum konu fæða barn með keisara. Sýnum frá heimaþjónustu sem er með eindæmum í heiminum og brjóstagjöf fyrstu vikurnar. Tölum um úthreinsun og og fyrstu dagana með lítið barn og síðan sambandið og kynlíf eftir fæðingu.
Tengslamyndun, fæðingarþunglyndi og hvernig er að vera orðin foreldri?
Nú ertu orðin foreldri. Hvernig er það? Hvernig líður mér? Tengslamyndun, flunglyndi, hamingja. Hvernig barn fékkstu? Hvernig tekstu á við nýja hlutverkið? Hvað er fæðingarorlof og hvernig reynir það á? Hvernig getur brjósta og pelagjöf gengið? Hver er staða maka í þessu?
“Ef við getum sýnt heiminum hvað þessi sería hefur gert fyrir foreldra á Íslandi, erum við skrefi nær að gera veröldina að betri stað”
Þriggja barna Móðir.
Hugmynd & þáttastjórnun:
Andrea Eyland
Leikstjórn:
Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir
Tökumenn:
Gunnar B. Guðbjörnsson & Þorleifur Kamban
Framleiðsla:
Álfheiður Marta Kjartansdóttir
Klipping:
Hermann H. Hermannsson, Gunnar B. Guðbjörnsson
Framleiðandi:
Tinna Jóhannsdóttir fyrir Sagafilm
Handrit:
Andrea Eyland, Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, Gunnar B. Guðbjörnsson & Hermann H. Hermannsson
Sjónvarpsstöð:
Síminn
Tónlist:
Eðvarð Egilssson
Hordur Runarsson
hjá Glassriver
Andrea Eyland
hjá Eyland & Kamban
Ekki hika við að heyra í okkur