< Þú kemst alltaf aftur í valmynd hér

Vertu hjartanlega velkomin í Kambey hlýjuhof - andrými foreldra. Fræðslu og hvíldarsetur framtíðarinnar.

Við opnum vorið 2024

Endilega skráðu þig á biðlista hér að neðan

Hlökkum til að taka á móti þér

Viltu taka þátt í mótandi viðhorfskönnun fyrir Kambey hlýjuhof? Okkur þætti vænt um það.

Viðhorfskönnun
Thank you! and welcome
to our lovely guestlist :)
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Tölvugerð mynd af því hvernig Kambey þyrpingin gæti litið út. Hönnun Eyland & Kamban teiknað af Undra.

Í Kambey hlúum við að lýðheilsu foreldra - sem hefur bein áhrif á vellíðan barna og samfélagið í heild sinni.

„Eftir prufudvölina í Kambey hlýjohofi hefur sjóndeildarhringurinn víkkað og samskipti við maka orðið margfalt betri, líka við börnin okkar. Þetta var nákvæmlega það sem við þurftum.“

andRými foreldra

Af hverju Kambey?

Umsagnir foreldra úr prufuhópum

Tölvugerð mynd af því hvernig Kambey þyrpingin gæti litið út. Hönnun Eyland & Kamban teiknað af Undra.

„Kambey hlýjuhof var nákvæmlega það sem við þurftum. Að komast í burtu, tvö saman, þar sem hugsað var fyrir okkur. Við einbeittum okkur að því að tjá okkur, nærast, hvílast og njóta þess að vera saman.“

Þriggja barna faðir

Fjögurra barna móðir.

Kaffi Planta verður ilmandi kaffihús staðsett innan í gróðurhúsi sem er samtengt yoga & samkomusal Kambeyjar og mun þjóna hópum sem dvelja hjá okkur auk gestum og gangandi.

Tölvugerð mynd af því hvernig Kambey samkomusalur samtengdur gróður/kaffihúsi mun líta út. Hönnun Eyland & Kamban teiknað af Undra.

gróðurkaffihús og yoga/ samverusalur


Þegar Andrea gekk með sitt fyrsta barn fyrir 17 árum síðan upplifði hún sig eina í heiminum. Hún hóf að safna sögum annarra í leit sinni að öllum þeim spurningum sem sóttu að henni á meðgöngunni. Óteljandi foreldrar höfðu samband og í kjölfarið vöknuðu fleiri spurningar sem Andrea fékk ljósmóðurina Hafdísi Rúnarsdóttur til að svara.

Líf kviknar
bók

Með útgáfu Kviknar hófst sagan af samfélaginu sem styður og styrkir konur og alla foreldra í sínum tilfinningum og upplifunum í barneignarferlinu. Með sönnum sögum, samtölum og samræðum finna foreldrar styrk hjá hvort öðru til að vera foreldrar.

Bókin er 240 bls í stóru broti.
kom út í nóvember 2017.
Gefin út af Eyland & Kamban

Meira um Kviknar bókina

Líf kviknar eru persónulegir þættir um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Foreldrar segja sína sögu af barneignarferlinu og sérfræðingar svara spurningum. Líf kviknar er byggt á bókinni Kviknar og er aðgengilegt á Sjónvarpi Símans. Líf Kviknar vann til EDDU-verðlauna árið 2019 fyrir mannlífsþætti ársins 2018 og var tilnefnt sem sjónvarpsefni ársins sama ár.

Meira um Líf Kviknar þættina

Líf kviknar
SJónvarpssería

Líf dafnar er sjálfstætt framhald af Líf kviknar. Þættirnir sýna frá lífi fjölskyldna og rauninni sem fylgir þeirra tilveru. Þættirnir eru aðgengilegir á Stöð 2.

Líf dafnar
SJónvarpssería

Meira um Líf Dafnar þættina

Í Kviknar hlaðvarpi er rætt við foreldra um allt sem tengist barneignarferli og rauninni að vera foreldri. Einnig er talað við sérfræðinga um hin ýmsu mál sem tengjast þessu. Umsjónarkona er Andrea Eyland, þættirnir unnir í samvinnu við Vísi og eru aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fleiri Kviknar hlaðvarpsþættir

Kviknar
Hlaðvarp

Við erum Andrea Eyland  og Þorleifur Kamban, búsett á Kambastöðum ásamt fallegri hrúgu af börnum sem lífið keyrist áfram af. Andrea er rithöfundur, sjónvarpskona og miðlari, Þorleifur er hönnuður, tökumaður og ljósmyndari. Markmið okkar er að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn.

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþátt þar sem við förum lauslega yfir söguna okkar og hvernig Kviknar ævintýrið vatt uppá sig.

Teymið er

Ólöf Þóra Sverrisdóttir
Kennaranemi og stjórnarmeðlimur Einstakra barna

Andrea Eyland
Höfundur og miðlari

Þorleifur Kamban
Hönnuður og myndasmiður

Samfélag 12.000 foreldra
Á Kviknar Instagram

Við erum foreldrar með reynslu og þekkingu, í góðum tengslum við aðra slíka og með færustu sérfræðinga í okkar liði.

Ráðgjafar

Anna María Jónsdóttir
Geðlæknir

Sæunn Kjartansdóttir
Sálgreinir

Ólafur Grétar Gunnarsson
Fjölskyldu- og sambandsráðgjafi

Hafdís Rúnarsdóttir
Ljósmóðir

Sigga Dögg
Kynfræðingur

“Andrea og Þorleifur eru að vinna einstaka vinnu sem er þörf á í samfélaginu okkar í dag.  Kambey mun stuðla að betri lýðheilsu fjölskyldufólks á Íslandi og á því munum við öll græða”